Róshildur Jónsdóttir vöruhönnuður tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Shop Show og ræðir við gesti um verk sín. Róshildur starfar undir nafninu Hugdetta ásamt Snæbirni Stefánssyni vöruhönnuði. Hún er einkum þekkt fyrir hönnun og vöruþróun á leikföngunum Skepnusköpun / Something Fishy úr fiskibeinum, en Skepnusköpun varð til eftir rannsókn Róshildar á nýtingu íslenskra dýraafurða fyrr á öldum.
Á sýningunni Shop Show mætast umhverfismál, menning og nýsköpun á kröftugan og nýstárlegan hátt. Sýnd er norræn samtímahönnun þar sem sjónum er beint að sambandi framleiðslu og neyslu með áherslu á rekjanleika og siðferðisspurningar er varða umhverfi og náttúru. Á sýningunni eru hönnunarvörur eftir framúrskarandi hönnuði sem setja nú mark sitt á norræna samtímahönnun. Sýningin var hluti af HönnunarMars 2014.
Samtal við hönnuð
Róshildur Jónsdóttir