Í vetur er efnt til til skapandi og skemmtilegra myndlistarnámskeiða í Hafnarborg. Námskeiðin eru ætluð krökkum á aldrinum 7 – 10 ára og 11 – 13 ára og er hvert námskeið þrjá laugardaga í röð. Unnið verður með hliðsjón af sýningunum í Hafnarborg, teiknað, málað og mótað auk þess sem nemendur verða kynntir fyrir tengingum við listasöguna. Leiðbeinandi er Sigurrós Svava Ólafsdóttir myndlistarmaður. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og námskeiðsgjald er 6000 kr. Allur efniskostnaður er innifalinn í gjaldinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma 585 5790.
Námskeið II.
Á næsta námskeiði (námskeið II) verður unnið með liti og gerðar tilraunir með fígúratíft málverk. Nemendur verða kynntir fyrir hinum ýmsu samtímalistamönnum sem unnið hafa teikningar og málverk.
Laugardag 8., 15. og 22. nóvember 2014
7 – 10 ára, kl. 12 – 14
11 – 13 ára, kl. 15 – 17