Í sumar er boðið uppá kvöldgöngur í Hafnarfirði með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20.
Fimmtudagskvöldið 2. júlí kl. 20 verður gengið um skrúðgarðinn Hellisgerði og sagt frá plöntum og trjágróðri sem þar er að finna. Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar mun leiða gönguna.
Gengið verður frá inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg.
Hellisgerði er einn elsti og fegursti skrúðgarður landsins stofnaður í júní 1923. Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðir göngu þar sem gaumur verður gefinn að trjám og gróðri í garðinum. Í Hellisgerði vaxa margar tegundir fjölæringa auk þess sem þar er talsvert af gömlum trjám, en ræktunarskilyrði í garðinum eru sérlega góð og því má þar finna tré sem annars eru sjaldgæf hérlendis, svo sem gráösp, döglingsvið og hrossakastaníu.
Steinar Björgvinsson lauk BS-gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2010 en hafði áður útskrifast sem garðyrkjufræðingur frá Reykjum árið 1990 og sem blómaskreytir frá Ingvar Strandhs Blomsterskola árið 2001. Steinar var Íslandsmeistari í blómaskreytingum árin 2004, 2006 og 2012. Hann starfaði í blómaverslunum hér heima og erlendis og ýmsar garðyrkjustöðvar auk Skógræktarfélags Reykjavíkur. Steinar hóf störf fyrir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar árið 1982 og aftur til starfa þar árið 1996. Hann er nú framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.