Menningarganga – Listaverkin og saga Hafnarfjarðar

Miðvikudaginn 14. júlí kl. 20 munu Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar, leiða göngu þar sem saga Hafnarfjarðar verður sögð út frá útilistaverkum bæjarins. Gangan hefst í Hellisgerði og endar við Reykdalsstíflu og tekur um eina og hálfa klukkustund. Fyrir áhugasama er bent á að finna má gagnvirkt kort af öllum útilistaverkum bæjarins á sérstökum vef Hafnarborgar, utilistaverk.hafnarborg.is.

Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.