Hafnarborg merki

Hafnarborg

01.08.19

Menningarganga – Húsameistarinn í Hafnarfirði

Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20 mun Pétur H. Ármannsson, arkitekt, leiða göngu milli húsa sem Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, teiknaði í Hafnarfirði, auk þess að ræða hugmyndir Guðjóns um skipulag bæjarins. Pétur vinnur nú að bók um Guðjón samhliða sýningu sem sett verður upp í Hafnarborg í vetur. Gengið verður frá Hafnarborg.

Menningar- og heilsugöngur eru á dagskrá Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld í sumar. Göngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn