Fimmtudaginn 11. júlí kl. 20 mun Kristján Örn Kjartansson, arkitekt hjá KRADS, leiða göngu um Hraunin og beina sjónum okkar að hverfinu eins og það er í dag, auk þess að lýsa framtíðarsýn á hverfið sem nú gengur senn í endurnýjun lífdaga. Gengið verður frá Bónus, Helluhrauni.
Menningar- og heilsugöngur eru á dagskrá Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld í sumar. Göngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.