Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum í vetrarfríi. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu, svo hægt er að taka þátt í annarri eða báðum smiðjum, eftir hentugleika. Seinni smiðjan fer fram þriðjudaginn 22. október kl. 13–15.
Tilraunastofa
Unnið verður með margvísleg efni til að teikna og mála en alls verða fjórar aðferðir prufaðar. Skipt verður um efni og aðferð á hálftíma fresti. Gerðar verða tilraunir með vatnsliti og túss, kolateikningar, blýantsteikningar, sápukúlur og lit.
Smiðjan fer fram í Apótekssalnum á fyrstu hæð safnsins. Börn geta komið í fylgd foreldra eða forráðamanna en eins og venjulega er ókeypis aðgangur að smiðjunum og sýningum safnsins. Leiðbeinandi er Unnur Mjöll Leifsdóttir, myndlistarkona.