Listasmiðja í vetrarfríi – Skuggasögur

Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum í vetrarfríi. Smiðjurnar verða hvor með sínu sniðinu, svo hægt er að taka þátt í annarri eða báðum smiðjum, eftir hentugleika. Fyrri smiðjan fer fram mánudaginn 21. október kl. 13–15.

Skuggasögur
Unnið verður með ljós, skugga, frásagnir og leik. Þátttakendur klippa út form og setja úrklippurnar á prik eða spotta, sem má nota til að segja sögur og gera tilraunir með ljós og skugga. Þátttakendur taka upp stutt myndskeið og ljósmyndir af tilraunum sínum.

Smiðjan fer fram í Apótekssalnum á fyrstu hæð safnsins. Þátttakendur eru hvattir til að hafa síma eða stafræna myndavél meðferðis til að taka myndir og myndbönd. Börn geta komið í fylgd foreldra eða forráðamanna en eins og venjulega er ókeypis aðgangur að smiðjunum og sýningum safnsins. Leiðbeinandi er Berglind Jóna Hlynsdóttir, myndlistarkona.