Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri í vetrarfríi að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins. Fyrri smiðjan fer fram mánudaginn 26. febrúar kl. 13–15, börnin geta komið í fylgd foreldra og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að smiðjunum og safninu sjálfu.
Byggingarlist – Tilraunastofa
Mánudagur 26. febrúar kl. 13-15.
Markmið smiðjunnar er að þjálfa sjónræna athygli og örva skapandi hugsun út frá kveikjum í okkar daglega nærumhverfi. Við skoðum hús og form þeirra og leikum okkur með að snúa uppá fyrirfram gefnar hugmyndir um framhlið og bakhlið/inni og úti. Við rannsökum formin í kringum okkur og vinnum ævintýralegar byggingar og hluti útfrá þeim.
Listasmiðjan fer fram í Apótekinu, sal á fyrstu hæð safnsins, og leiðbeinandi er Irene Hrafnan.