Listasmiðja á Sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 21. apríl frá kl. 12 – 14 býður Hafnarborg uppá sumarlega listasmiðju fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára. Smiðjan tekur mið af sýningunni Umgerð sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar en viðfangsefni smiðjunnar verður myndbygging, óhefðbundin efni og sjónarhorn sem nálgast verður á skapandi og aðgengilegan hátt. Fullorðnir í fylgd barna eru velkomnir.

Aðgangur í safnið og þátttaka í smiðjunni er ókeypis.

 

Viðburðurinn er liður í dagskrá menningarhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði. Aðrir viðburðir Hafnarborgar á Björtum dögum eru eftirfarandi:

Miðvikudagur. 20. apríl – Styrkir menningar- og ferðamálanefndar afhentir kl. 17.
Föstudagur 22. apríl –  
Leiðsögn um sýninguna Umgerð kl. 20.
Opið til kl. 22 í öllu safninu.
Sunnudagur 24. apríl –
Samtal um sýninguna Umgerð kl. 14.
Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön kl. 20.