Hafnarborg merki

Hafnarborg

Fréttir

Aðalúthlutun safnasjóðs 2022 – verkefni Hafnarborgar

Á Farskóla FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnmanna, sem haldinn var á Hallormsstað dagana 21. til 23. september síðastliðinn, afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, forstöðumönnum viðurkenndra safna styrki úr safnasjóði við hátíðlega athöfn af hálfu safnaráðs.

Hlaut Hafnarborg að þessu sinni styrki til þriggja verkefna, sem hefur ýmist verið hrint í framkvæmd nú þegar eða eru á döfinni. Verkefnin þrjú sem hljóta styrk úr aðalúthlutun sjóðsins eru:

  • Gunnar Örn Gunnarsson, yfirlitssýning (1.200.000 kr.)
  • Sóley Eiríksdóttir, útgáfa og sýning (1.200.000 kr.)
  • Listir, hugarefling og vellíðan: Hittumst á safninu (550.000 kr.)

Starfsfólk Hafnarborgar þakkar innilega fyrir þá styrki sem eru veittir safninu, sem stuðla að því að safnið fái enn betur þjónað samfélaginu og verið vettvangur skapandi samtals.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn