
Laugardaginn 6. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman ýmsir kórar úr Hafnarfirði og flytja jólalög fyrir gesti og gangandi. Kórtónleikarnir Syngjandi jól verða nú haldnir í tuttugasta og sjöunda sinn og eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.
Húsið opnar kl. 9:30 og er dagskráin eftirfarandi:
Kl. 10:00 Leikskólinn Tjarnarás
Kl. 10:30 Leikskólinn Bjarkalundur
Kl. 11:00 Leikskólinn Stekkjarás
Kl. 11:30 Leikskólinn Smáralundur
Kynnir er Óli Gunnar Gunnarsson.
Vinsamlegast athugið að sýningar safnsins verða lokaðar meðan á tónleikunum stendur en verða opnar gestum með hefðbundnu sniði frá kl. 13.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
"*" indicates required fields