Hafnarborg merki

Hafnarborg

03.02.23

Síðdegistónar – Tríó Sunnu Gunnlaugs

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar kl. 18, mun tríó Sunnu Gunnlaugs, píanóleikara, koma fram á fyrstu tónleikum Síðdegistóna í Hafnarborg árið 2023. Tríóið skipa auk Sunnu þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur en saman munu þau leika valin lög af plötum sínum í bland við nýtt efni. Tríóið hefur á undanförnum árum komið fram víða hérlendis og erlendis þar sem þau hafa vakið athygli fyrir einstaka blöndu hins ljóðræna evrópska tónheims og amerísku djasshefðarinnar.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn