
Söfn á höfuðborgarsvæðinu taka sig saman og kynna til sögunnar Safnbúðardaginn, sunnudaginn 23. nóvember næstkomandi.
Við tökum vel á móti ykkur í Hafnarborg og í tilefni dagsins bjóðum við upp á tilboð af völdum bókatitlum, auk þess sem piparkökur og kaffi verða á boðstólum fyrir gesti og gangandi.
Þá er tilvalið að kíkja við í Hafnarborg, skoða nýju sýningarnar okkar, gera góð kaup í safnbúðinni, ganga Strandgötuna og heimsækja jafnvel Jólaþorpið og nýja Fjörð í leiðinni – fullkomin leið til að koma sér í jólaskap.
Verið öll hjartanlega velkomin.
"*" indicates required fields