Hafnarborg merki

Hafnarborg

Fréttir

Hádegistónleikar í beinni – Hanna Þóra Guðbrandsdóttir

Vegna gildandi samkomutakmarkana verður hádegistónleikum Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur og Antoníu Hevesi streymt í beinni útsendingu á netinu, bæði á Facebook og hér á heimasíðu Hafnarborgar, þar sem við getum því miður ekki tekið á móti áhorfendum í sal Hafnarborgar að þessu sinni.

Útsendingin mun hefjast kl. 12 þriðjudaginn 3. nóvember, samkvæmt venju, og stendur í um hálfa klukkustund en hægt er að horfa á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan. Þá verður upptakan áfram aðgengileg á netinu að tónleikunum loknum. Beina slóð á streymið má einnig finna hér.

Við vonumst svo til þess að geta tekið á móti ykkur á hádegistónleikum í Hafnarborg áður en langt um líður.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn