Sýning á verkum hafnfirska gullsmiðsins og listamannsins Gunnars Hjaltasonar (1920-1999). Gunnar starfaði sem gullsmiður í Hafnarfirði um árabil en ástríða hans lá í myndlist. Verk hans voru sýnd víða, allt frá Eden í Hveragerði til Bogasals Þjóðminjasafnsins. Hann málaði með olíu, akrýl og vatnslitum en á þessari sýningu verða grafíkverk hans í forgrunni, enda fjölmörg slík verk varðveitt í safni Hafnarborgar. Myndefnið er landslag, bæjarlandslag Hafnarfjarðar og náttúra Íslands en Gunnar var mikill áhugamaður um útivist og myndskreytti ófáar árbækur Ferðafélags Íslands.
Það sem fyrir augu ber
Gunnar Hjaltason