Hafnarborg merki

Hafnarborg

20.08.20

Menningarganga – Ljósaklif

Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20 mun Jónatan Garðarson leiða göngu um svæðið í kringum Ljósaklif um slóðir Einars Más Guðvarðarsonar, myndlistarmanns. Gengið verður frá bílastæðinu við Herjólfsgötu, þar sem eitt verka Einars, Vindspil, stendur.

Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn