[Унизу українська.]
Laugardaginn 30. nóvember kl. 13 mun Iryna Kamienieva, myndlistarmaður og sýningarstjóri, vera með leiðsögn á úkraínsku um sýningu Péturs Thomsen, Landnám, þar sem getur að líta verk úr yfirstandandi seríu listamannsins, sem ber sama titil en jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem Pétur heldur sýningu á verkunum undir þeim titli.
Landnám er langtíma-ljósmyndaverk þar sem Pétur rannsakar nýtingu manna á landi og hvaða áhrif hún hefur á náttúruna. Listamaðurinn ljósmyndar námur, vegi, hraun, skóga, læki og ræktarlönd í skjóli myrkurs og notast við flass til að afmarka viðfangsefni sín. Myndirnar verða þannig vitnisburður um umhverfingu manna á náttúrunni sem hefur undanfarnar aldir verið svo umfangsmikil að margir telja athafnir mannsins hafa gangsett nýtt jarðsögulegt tímabil, mannöldina: tímabil sem stafar meðal annars af loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar.
Iryna Kamienieva er myndlistarmaður og sýningarstjóri frá Úkraínu. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2022 þar sem hún hefur bæði starfað á vettvangi myndlistar og við móttöku flóttafólks.
Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka sem með fjölbreyttum viðburðum og félagsstarfi leitast við að stuðla að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
.
Моєю мовою: Поселення – Екскурсія українською
В суботу 30 листопада о 13:00 художниця та кураторка Ірина Камєнєва проведе для відвідувачів екскурсію українською мовою виставкою Пєтура Томсена «Поселення» (Settlement). В експозиції представлені роботи художника з одноіменної серії. Це перша виставка, що носить цю назву.
«Поселення» це довготривалий фотопроєкт Пєтура Томсена, в якому він досліджує використання землі та вплив людини на природу. Пєтур фотографує кар’єри, дороги, лавові поля, ліси, струмки та оброблену землю у темряві, використовуючи спалах, щоб окреслити потрібний об’єкт. Таким чином, фотографії стають свідченням трансформації природи людиною, яка набула такого масштабу за останні сторіччя, що багато хто виокремлює нову геологічну епоху – Антропоцен: період, що, серед іншого, відзначається кліматичними змінами та глобальним потеплінням.
Ірина Камєнєва – художниця та кураторка з України. Вона проживає в Ісландії з 2022 року, де працює одночасно в сферах мистецтва та прийому біженців.
«Моєю мовою» – це серія заходів, спрямована на те, щоб зробити Хапнарборг доступнішим для людей різного походження за допомогою проведення подій різними мовами. Це співпраця Хапнарборгу та GETA – організації допомоги, що має на меті створення більш толерантного та інклюзивного суспільства за допомогою широкого спектру заходів. Програма існує завдяки підтримці музейного фонду.
Вхід безкоштовний – ласкаво просимо усіх бажаючих.