Sunnudaginn 15. desember kl. 13-15 bjóðum við börnum og fjölskyldum að koma og taka þátt í notalegri jólakortasmiðju í Hafnarborg, þar sem að okkur gefst tækifæri á að kynnast öðrum í gegnum ólíkar hátíðarhefðir. Þá munum við mála jólakort og skrifa hátíðarkveðjur á ýmsum tungumálum í því skyni að fagna ríkulegum menningarlegum fjölbreytileika samfélagsins. Allt efni til jólakortagerðarinnar verður á staðnum, auk þess sem boðið verður upp á piparkökur og hlýlega stemningu. Umsjón með smiðjunni hefur Unnur Mjöll S. Leifsdóttir.
Jólakortagerðin fer fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Eins og venjulega er þátttaka í smiðjunni gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. Þá er smiðjan er hluti af viðburðaröðinni Á mínu máli sem miðar að því að bjóða gesti velkomna í safnið á ólíkum tungumálum og auka þannig aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg. Viðburðaröðin er styrkt af safnasjóði.