[Ver español abajo.]
Laugardaginn 12. apríl kl. 13-15 býður Hafnarborg upp á fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum mexíkóskar smámyndir, milagros. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, spænska og enska og leiðbeinendur eru listamennirnir Hugo Llanes og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.
Í smiðjunni verður gestum boðið að taka þátt í gerð sameiginlegs skúlptúrs þar sem hugmyndir um vellíðan, þakklæti og kærleika ráða ríkjum. Þátttakendur fá allt sem þarf til að búa til sinn eiginn milagro, lítinn táknrænan málmhlut, einhvers konar formgerða ósk eða þakkarvott fyrir eitthvað jákvætt í lífinu. Milagros eru gerðir með upphleyptri tækni (e. embossing) og byggir gerð þeirra á aldagömlum mexíkóskum og evrópskum hefðum.
Hugo Llanes (f. 1990) er mexíkóskur listamaður, búsettur í Reykjavík, sem styðst við ólíka miðla í listsköpun sinni, svo sem gjörninga og innsetninga. Hugo útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) er íslensk listakona, búsett í Hafnarfirði. Hún er með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, auk BA-gráðu í listasögu frá Háskólanum í Árósum. Ingunn Fjóla er jafnframt stofnandi GETU – hjálparsamtaka.
Á mínu máli er viðburðaröð sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka sem með fjölbreyttum viðburðum og félagsstarfi leitast við að stuðla að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Smiðjan fer fram á jarðhæð safnsins og er opin öllum aldurshópum. Engrar fyrri kunnáttu í listsköpun er krafist en börn skulu vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Eins og alltaf er þátttaka í smiðjum sem og aðgangur að sýningum safnsins gestum að kostnaðarlausu.
.
En mi idioma – taller de milagros multilinguë
El sábado 12 de abril de 13:00 a 15:00 horas, Hafnarborg ofrece un taller multilingüe que une culturas diversas mediante la creación de milagros mexicanos. El taller se llevará a cabo en español, islandés e inglés, y será coordinado por los artistas Hugo Llanes e Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.
Durante el taller, los participantes están invitados a crear una escultura colectiva centrada en el bienestar, la gratitud y el afecto. También tendrán la oportunidad de hacer su propio milagrito: un pequeño objeto de metal que representa un deseo o agradecimiento por algo positivo. Los milagros se elaboran con la técnica de repujado, una tradición de origen mexicano con influencias europeas.
Hugo Llanes (n. 1990) es un artista mexicano residente en Reikiavik, que trabaja con diversos medios, como performances e instalaciones. Tiene una maestría en Bellas Artes de Listaháskóli Íslands (Universidad de las Artes de Islandia).
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (n. 1976) es una artista islandesa que vive en Hafnarfjörður. Es egresada del programa de Maestría en Bellas Artes de Listaháskóli Íslands y también cuenta con una licenciatura en Historia del Arte por la Universidad de Aarhus. Es además fundadora de la organización de ayuda GETA.
En mi idioma es una serie de eventos que busca hacer que Hafnarborg sea más accesible para personas de diversos orígenes, dando la bienvenida a los visitantes en varios idiomas. El proyecto es una colaboración entre Hafnarborg y GETA, una organización que promueve la inclusión y la convivencia intercultural a través de actividades culturales y sociales. El programa cuenta con el apoyo del Fondo de Museos.
El taller se realizará en la planta baja del museo y está abierto a personas de todas las edades. No se requiere experiencia previa, pero los niños deben estar acompañados por un adulto. Como siempre, la participación en el taller y el acceso a las exposiciones del museo son gratuitos.