Erindi

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Í Sverrissal Hafnarborgar verður opnuð sýningin Erindi þar sem Anna Júlía Friðbjörnsdóttir skoðar breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum af Söngvaraætt, flækingsfuglum sem reglulega finnast á Íslandi.

Innsetning Önnu Júlíu samanstendur af ljósmyndum, hljóði, tvívíðum og þrívíðum verkum. Verkin bregða upp ólíkum kerfum sem tengjast skrásetningu tegunda og siglingarfræði. Þau eru innblásin af anda Evrópu 18. og 19. aldar í bland við samfélagsmálefni nútímans.