Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fjallar um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar í nýrri innsetningu í aðalsal Hafnarborgar. Frummyndir verkanna eru að hluta sóttar í Bakarí, viðburð sem haldin var í Hafnarborg í vor sem leið. Þar var almenningi boðið að móta byggingarlist í deig sem síðan var bakað. Þau verk hafa nú verið stækkuð upp og skapa nýtt og framandi umhverfi aðalsal Hafnarborgar.
Í verkum sínum notar Egill bæði form og frásögn sem vísa í menningar- og listasögu og eru allt í senn, vettvangur gjörninga, skúlptúrískra innsetninga og þrívíðra teikninga. Myndbandsinnsetningar Egils hafa þróast frá málverka- og gjörninga tengdum verkum í verk þar sem myndheimur og ímyndunarafl mætast á törfrandi hátt og hversdagslegir hlutir eru gæddir lífi á skapandi vegu.
Egill Sæbjörnsson (f. 1973) er einn af framsæknustu listamönnum þjóðarinnar. Hann stundaði myndlist við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og við Parísarháskóla, St. Denis á árunum 1993–1997. Egill hefur verið búsettur og starfað við myndlist í Berlín og Reykjavík frá 1999 og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga á Íslandi og erlendis. Egill veriður fulltrúi Íslands á næsta Feneyjartvíæringi sem haldin verður árið 2017.