Verslunarmannahelgi – opið eins og venjulega

Í samræmi við breytt viðmið sóttvarnalæknis, sem taka gildi 31. júlí, vekjum við athygli á því að opnunartími safnsins helst óbreyttur að sinni, þar sem tryggja má að tilmæli heilbrigðisyfirvalda séu virt í hvívetna.

Eins og áður leggjum við sérstaka áherslu á smitgát og hreinlæti, þar sem helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega og gestir eru minntir á að gæta tveggja metra fjarlægðar hver við annan, jafnt í sýningarsölum og afgreiðslu safnsins, auk þess sem gott aðgengi er bæði að handspritti og handlaugum.

Jafnframt er opið eins og venjulega um verslunarmannahelgina, kl. 12–17, frá föstudegi til mánudags, og aðgangur ókeypis.