Sönghátíð – tónlistarsmiðja fyrir börn 3–5 ára

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tónlistarsmiðju fyrir börn á aldrinum 3–5 ára ásamt foreldrum. Í smiðjunni munu börnin eiga saman góða og gefandi stund í gegnum tónlistarupplifun. Sungin verða ýmis skemmtileg lög, dansað, farið í tónlistartengda leiki og spilað á hljóðfæri. Í lokin er í boði að syngja lag í hljóðnema fyrir þau sem vilja. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar og kennari er Valgerður Jónsdóttir.

Dagsetning:
Sunnudaginn 7. júlí kl. 13.

Námskeiðsgjald:
1.500 kr. á barn. Systkinaafsláttur 500 kr.
Athugið að hámarksfjöldi er 12 börn.

Lengd:
45 mínútur.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn og kennitölu barns, nöfn foreldra eða forráðamanna, símanúmer og netfang fylgja umsókninni. Endilega hafið samband í síma 585 5790, ef eitthvað er óljóst varðandi skráninguna. Nánari upplýsingar um námskeiðið og hátíðina má finna á www.songhatid.is.