Sönghátíð – söngsmiðja fyrir börn 6–12 ára

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á tveggja daga söngsmiðju fyrir krakka á aldrinum 6–12 ára. Námskeiðinu lýkur með þátttöku krakkanna í Fjölskyldutónleikum Dúó Stemmu sunnudaginn 30. júní kl. 16:30, „Ó blessuð vertu sumarsól“. Aðgangur á tónleikana er ókeypis svo það er tilvalið fyrir fjölskyldu og vini að koma og hlusta. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar og kennari er Brynhildur Auðbjargardóttir, kórstjóri og tónmenntakennari.

Dagsetningar:
Laugardaginn 29. júní kl. 13–16 og
sunnudaginn 30. júní kl. 13–16.

Námskeiðsgjald (3. klst í 2 daga):
6.000 kr. á barn. Systkinaafsláttur 1.000 kr.

Í söngsmiðjunnni fá þátttakendur tækifæri til að kynnast eftirfarandi:
– Grunntækni í söng eins og öndun og líkamsstöðu.
– Að syngja fjölraddað í hópi.
– Að nota mismunandi blæbrigði raddarinnar í söng.
– Að leika skemmtileg hrynmunstur með sleglum og prikum.
– Að kynnast nýjum krökkum í gegnum tónlistina.
– Að koma fram á fjölskyldutónleikum með Dúó Stemmu sunnudaginn 30. júní kl. 16:30.

Allir krakkar sem hafa áhuga á söng eru hvattir til að koma, bæði krakkar í kór og þeir sem aldrei hafa sungið í kór.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni. Endilega hafið samband í síma 585 5790, ef eitthvað er óljóst varðandi skráninguna. Nánari upplýsingar um námskeiðið og hátíðina má finna á www.songhatid.is.