Sönghátíð – krílasöngur

Við syngjum, dönsum og hlustum á tónlist saman. Nánd og snerting styrkir tengslamyndun milli foreldra og barna og sönggleðin styrkist. Þá sýna rannsóknir meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva því öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngurinn er hugsaður fyrir öll ungbörn en kennari er Svafa Þórhallsdóttir.

Dagsetningar:
Föstudaginn 5. júlí kl. 16 eða
sunnudaginn 7. júlí kl. 11.

Námskeiðsgjald:
1.500 kr. á barn í eitt skipti.

Lengd:
45 mínútur.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn og kennitölu barns, nöfn foreldra eða forráðamanna, símanúmer og netfang fylgja umsókninni. Endilega hafið samband í síma 585 5790, ef eitthvað er óljóst varðandi skráninguna. Nánari upplýsingar um námskeiðið og hátíðina má finna á www.songhatid.is.