Leiðsögn um sýninguna Hrynjandi

Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hrynjandi með verkum Guðmundu Andrésdóttur í aðalsal fimmtudaginn 17. júní kl. 15.

Guðmunda Andrésdóttir var ein þeirra listamanna sem unnu í anda geómetrískrar abstraksjónar á Íslandi en hún sýndi til að mynda með Septem-hópnum á síðustu sýningu hópsins í fyrri sýningarhrinu hans árið 1952 og svo aftur á árunum 1974-88. Guðmunda var enn fremur eina konan sem sýndi með hópnum en á þessum tíma, á árunum eftir stríð, litu myndlistarmenn, konur og karlar, sérstaklega til óhlutbundins myndmáls í leit sinni að alþjóðlegu tungumáli sem tjá mætti hreinan sannleika, sameiginlegan öllum mönnum, óháð uppruna og aðstæðum, líkt og nótur tónlistarinnar.