Lokað vegna uppsetningar – opnun 13. janúar

Vinsamlegast athugið að Hafnarborg verður lokuð vegna uppsetningar nýrra sýninga dagana 3. til 13. janúar. Þá bjóðum við ykkur velkomin á fyrstu opnun ársins laugardaginn 13. janúar kl. 14. Við það tilefni verða opnaðar sýningarnar Flæðarmál, þar sem litið er yfir feril listakonunnar Jónínu Guðnadóttur, og í Sverrissal er það svo einkasýning myndlistarmannsins Þórs Sigurþórssonar sem mun sýna ný verk.

Þá bendum við þeim sem eiga erindi í safnbúð Hafnarborgar á þessum tíma á að hringja í okkur í síma 585 5790.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hlökkum til að sjá ykkur á opnun.