Lokað í Hafnarborg vegna framkvæmda

Við vekjum athygli á því að lokað verður í Hafnarborg dagana 22. og 23. nóvember meðan unnið er að því að mála loftið í móttöku safnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hlökkum til að taka á móti ykkur í safninu að framkvæmdunum loknum.

Safnið verður opið aftur samkvæmt auglýstum opnunartíma frá og með 24. nóvember (sjá nánar hér).