Vinsamlegast athugið að listasmiðju sem var á dagskrá safnsins á morgun, þriðjudaginn 24. október, hefur verið aflýst vegna Kvennaverkfallsins.
Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Sýnum samstöðu með konum og kvárum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að sem flest geti tekið þátt í deginum.
Nánari upplýsingar um Kvennaverkfallið má finna á www.kvennafri.is.