Lokað vegna uppsetningar – opnun 14. september

Vinsamlegast athugið að Hafnarborg verður lokuð vegna uppsetningar nýrra sýninga dagana 4. til 14. september. Þá bjóðum við ykkur velkomin á opnun fimmtudaginn 14. september kl. 20. Þá munu gestir fá tækifæri til að kanna Landslag fyrir útvalda, haustsýningu Hafnarborgar 2023, í sýningarstjórn Evu Línar Vilhjálmsdóttur og Oddu Júlíu Snorradóttur, en sýningin er sú þrettánda í haustsýningaröð Hafnarborgar og var valin úr innsendum tillögum frá sýningarstjórum á síðasta ári.

Í Sverrissal verða gestir svo leiddir inn í mynd- og hugarheim listamannsins Sindra Ploder á einkasýningu hans, Ef ég væri skrímsli, en Sindri var fyrr á árinu útnefndur listamanneskja hátíðarinnar Listar án landamæra 2023. Sýningarstjóri er Íris Stefanía Skúladóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hlökkum til að sjá ykkur á opnuninni.