Páskar 2023 – opnunartími í Hafnarborg

Nú líður senn að páskum og starfsfólk Hafnarborgar óskar vinum og velunnurum safnsins gleðilegrar hátíðar. Þá vekjum við athygli á opnunartímanum hjá okkur um páskana:

Skírdagur 6. apríl
Opið kl. 12–17

Föstudagurinn langi 7. apríl
Lokað

Laugardagur 8. apríl
Opið kl. 12–17

Páskadagur 9. apríl
Lokað

Annar í páskum 10. apríl
Opið kl. 12–17

Í safninu standa nú yfir tvær nýopnaðar sýningar. Annars vegar er það sýningin Ósýndarheimar, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews og með verkum eftir Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Meriem Bennani, Maríu Guðjohnsen, Bita Razavi, Helenu Margréti Jónsdóttur og Inari Sandell. Í Sverrissal er það svo sýningin Ritaðar myndir eftir Jóhann S. Vilhjálmsson, í sýningarstjórn Erlings T. V. Klingenberg og Jóns Proppé.

Aðgangur ókeypis verið öll velkomin.