Covid-19 – gildandi viðmið fyrir söfn

Laugardaginn 28. ágúst tóku gildi ný viðmið fyrir söfn vegna samkomutakmarkana. Þá mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 200 manns í hverju rými, auk þess sem eins metra nándarregla skal viðhöfð á milli ótengdra aðila. Þar sem ekki er unnt að viðhafa eins metra nándarreglu skulu gestir jafnframt bera grímur og beinum við því til gesta okkar að hjálpa okkur að virða þessar reglur.

Samkomutakmarkanir þessar verða í gildi til 17. september næstkomandi.