Tilslakanir gagnvart fjölda á söfnum

Nýjar tilslakanir á fjöldatakmörkunum á söfnum tóku gildi miðvikudaginn 24. febrúar 2021 og eru nú allt að 50 manns leyfðir á safninu í einu. Gestir eru beðnir að virða grímuskyldu og að gæta tveggja metra mannhelgi, jafnt í sýningarsölum og afgreiðslu safnsins.

Eins og fyrr leggjum við sérstaka áherslu á smitgát og hreinlæti, þar sem helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega.

Aðgangur er ókeypis, eins og venjulega.