Hafnarborg er opin eins og venjulega

Opnunartími Hafnarborgar er aftur komin í eðlilegt horf eftir hátíðarnar en safnið er opið alla daga frá kl. 12–17, nema á þriðjudögum.

Áfram eru fjöldatakmarkanir í gangi og er miðað við að hámark 10 manns megi vera í andyri og sýningarsölum safnsins samtímis.

Eins og fyrr leggjum við sérstaka áherslu á smitgát og hreinlæti, þar sem helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Gestir eru beðnir að virða grímuskyldu og að gæta tveggja metra mannhelgi, jafnt í sýningarsölum og afgreiðslu safnsins.

Aðgangur er ókeypis, eins og venjulega.