Kærleikskúlan 2020 – uppseld í safnbúð

Kærleikskúla ársins 2020 er uppseld í safnbúð Hafnarborgar, líkt og hjá öðrum söluaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Eftirspurnin í ár var slík að kúlan seldist upp á nokkrum dögum en vegna fjölda fyrirspurna ákvað Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra að láta framleiða nokkrar kúlur til viðbótar, sem munu koma til landsins í byrjun næsta árs. Þá er hægt að panta gjafabréf hér á heimasíðu Styrktarfélagsins til þess að tryggja sér eintak af Kærleikskúlunni með þessari aukasendingu.

Enn eru örfáir Jólaóróar eftir í safnbúð Hafnarborgar.