Athugið – lokað vegna uppsetningar

Vinsamlegast athugið að Hafnarborg er lokuð vegna uppsetningar nýrra sýninga dagana 24. til 28. ágúst.

Næstu sýningar safnsins eru haustsýningin Villiblómið, í sýningarstjórn Becky Forsythe og Penelepe Smart, og sýning Davíðs Brynjars Franzsonar, Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs, í sýningarstjórn Þráins Hjálmarssonar, sem sett verður upp í Sverrissal sem hefur verið lokaður síðan í byrjun vors vegna flutninga á safnkosti Hafnarborgar í nýja geymsluaðstöðu. Hér fyrir neðan má hins vegar sjá – og heyra – stutta stiklu fyrir sýningu Davíðs, þar sem athygli okkar er beint að þætti borgarhljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma.

Sýningarnar verða opnar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma safnsins frá og með laugardeginum 29. ágúst. Ráðgert er að sýningarnar standi til 25. október, með fyrirvara um breytingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir leyfa.