Athugið – opið eins og venjulega

Í samræmi við breytt viðmið sóttvarnalæknis, sem tóku gildi 31. júlí, vekjum við athygli á því að safnið er opið eins og venjulega, þar sem tryggja má að tilmæli heilbrigðisyfirvalda séu virt í hvívetna.

Eins og áður leggjum við sérstaka áherslu á smitgát og hreinlæti, þar sem helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega og gestir eru minntir á að gæta tveggja metra fjarlægðar hver við annan, jafnt í sýningarsölum og afgreiðslu safnsins, auk þess sem gott aðgengi er bæði að handspritti og handlaugum.

Safnið er opið alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12–17 og aðgangur er ókeypis.