Páskakveðja – frá Hafnarborg til ykkar

Hafnarborg óskar ykkur öllum, vinum og velunnurum stofnunarinnar, gleðilegra páska. Síðustu vikur hefur safnið verið lokað gestum, eins og flestum er eflaust kunnugt, og verður svo áfram meðan hert samkomubann er í gildi.

Þá höfum við gert nokkur myndbönd til að deila með ykkur en myndböndin má finna á samfélagsmiðlum, svo sem síðu Hafnarborgar á Facebook og nýrri síðu safnsins á YouTube, auk þess sem við birtum reglulega myndir frá starfinu, sýningum og fleiru á Instagram.

Við hlökkum svo til að taka aftur á móti ykkur í Hafnarborg, áður en langt um líður, en í millitíðinni vonumst við áfram til að geta veitt ykkur öðruvísi innsýn í safnið og jafnvel stytt ykkur stundir.