Hádegistónleikar – vetur/vor 2020

Fyrstu hádegistónleikar ársins 2020 fara fram í aðalsal Hafnarborgar þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12. Þar mun koma fram Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda hádegistónleika í Hafnarborg. Tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar undanfarin sextán ár.

Hér má sjá dagskrá hádegistónleika fram á vor:

4. febrúar
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran

3. mars
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), sópran

7. apríl
Kolbeinn Ketilsson, tenór (aflýst)

5. maí
Gissur Páll Gissurarson, tenór (aflýst)

Hádegistónleikar eru vanalega á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Þeir hefjast tímanlega kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.