Syngjandi jól – sýningar lokaðar

Sýningar Hafnarborgar verða lokaðar laugardaginn 7. desember vegna Syngjandi jóla, sem þá fara fram. Þann daginn fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda, þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar, skipaðir söngfólki á öllum aldri, koma saman og syngja falleg jólalög í upphafi aðventunnar. Syngjandi jól eru nú haldin í tuttugasta og þriðja sinn en tónleikarnir eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sýningarnar verða opnar eins og venjulega kl. 12–17 alla aðra daga, nema þriðjudaga, fram að jólum.