Minnkum pappírsnotkun – skrá á póstlista

Hafnarborg er hugað um umhverfið og stefnir stöðugt að því að minnka pappírsnotkun í starfsemi sinni. Með því að skrá ykkur á póstlista Hafnarborgar býðst ykkur að fá sent rafrænt boðskort á sýningar safnsins ásamt tilkynningum um spennandi viðburði sem eru á döfinni hjá okkur. Hægt er að skrá sig á póstlistann neðst á forsíðu Hafnarborgar.

Til að afþakka prentuð boðskort, vinsamlegast hafið samband með því að senda póst á hafnarborg@hafnarfjordur.is eða með því að hringja í síma 585 5790.

Takk fyrir að hugsa um umhverfið með okkur.