sumarnámskeið-featureimage

Sumarnámskeið Hafnarborgar

Í sumar verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum rannsókn umhverfisins, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna. Leiðbeinandi er Vigdís Hlíf Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og sjónlistakennari.

Í boði eru þrjú vikulöng námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

11. – 15 júní
6 – 9 ára: kl. 9:00 – 12:00
10 – 12 ára: kl. 13:00 –  16:00

18. júní – 22. júní
6 – 9 ára: kl. 9:00 – 12:00
10 – 12 ára: kl. 13:00 – 16:00

25. júní – 29. júní
6 – 9 ára: kl. 9:00 – 12:00
10 – 12 ára: kl. 13:00 – 16:00

Námskeiðsgjald er kr. 12.500- fyrir hvert 5 daga námskeið.

  • Systkynaafsláttur: Fullt gjald er greitt fyrir eitt barn og 50% afsláttur á námskeiðagjaldi annarra systkyna.
  • Vinsamlegast látið vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum íbúðargátt Hafnarfjarðarbæjar, HÉR. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins www.hafnarborg.is í síma 585-5790 og í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Sjá einnig heimasíðu Hafnarborgar www.hafnarborg.is