Gudrun Olafsdottir portrait-sm

Söngnámskeið fyrir áhugafólk

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, kennir námskeið fyrir áhugafólk um söng. Farið verður í ýmislegt varðandi söngtækni, svo sem líkamsstöðu, öndun, stuðning og sérhljóðamyndun, að syngja hreint, hátt og lágt, veikt og sterkt. Markmið námskeiðsins er að nemendur nái að njóta þess að syngja af enn meira frelsi en áður. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa gaman af því að syngja og vilja ná betra valdi á röddinni, eins og t.d. þá sem syngja í kór. Ekki er nauðsynlegt að hafa lært söng áður, verið í tónlistarskóla eða að kunna að lesa nótur. Aldurslágmark er 13 ár en aldurshámark er ekkert. Námskeiðið fer fram í Hafnarborg.

Laugardag 7. júlí, kl. 15–17
Sunnudag 8. júlí, kl. 15–17

Námskeiðsgjald (4 klst.) er 12.000 kr.
Innifalinn er einn boðsmiði (að andvirði 3.000 kr.) á eina tónleika að eigin vali á Sönghátíð í Hafnarborg 2018. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.