Songhatid-Smidja-Courses

Sönghátíð í Hafnarborg – námskeið fyrir börn

Sönghátíð í Hafnarborg blæs til mikillar söngveislu dagana 7. – 15. júlí 2018 með sjö tónleikum og fjórum námskeiðum. Við höldum upp á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 með því að bjóða upp á mikið úrval af íslenskri tónlist í alls konar mismunandi raddsamsetningum, frá gamalli þjóðlagatónlist til nýrra tónverka. En við gleymum þó ekki þeirri erlendu tónlist sem mótaði hana – og okkur – frá barokktímanum til samtímans.  Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

 

Tónlistarsmiðja fyrir 6–9 ára

Á námskeiðinu verður aðaláherslan lögð á skapandi og skemmtilega vinnu með þjóðsögur og þjóðlög. Hvað er þjóðlag? Eru öll þjóðlög um tröllskessur og álfa? Er hægt að búa til þjóðsögu? Þátttakendur kynnast þjóðlögum og sögum frá Íslandi og öðrum löndum í gegnum leik, spuna og tónlistarvinnu með leiðbeinendum. Saman munu krakkarnir undirbúa atriði og koma fram á lokatónleikum Sönghátíðar. Námskeiðið er fyrir öll börn á aldrinum 6–9 ára, sem hafa gaman af sögum og tónlist, hvort sem þau hafa tónlistarbakgrunn eða ekki. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar.

Mánudag 9. júlí – föstudag 13. júlí, kl. 09:00–12:00
Laugardag 14. júlí, mæting kl. 16:00 fyrir tónleika kl. 17:00

Námskeiðsgjald 17.ooo kr.
Innifaldir eru tveir miðar (að andvirði 3.000 kr. hvor, samtals 6.000 kr.) á tónleika á Sönghátíð í Hafnarborg laugardaginn 14. júlí kl. 17:00, þar sem börnin koma fram.

 

Söngsmiðja fyrir 10-12 ára

Söngsmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 10–12 ára, sem elska að syngja og spila tónlist. Þar fá þau þjálfun í að læra lög eftir eyranu, búa til eigin útsetningar, syngja í röddum, syngja í keðjusöng og að semja sín eigin lög. Íslensk þjóðlög og þjóðsögur verða rauður þráður í gegnum námskeiðið, enda hafa Íslendingar sungið sig í gegnum lífið í mörg hundruð ár. Þátttakendur kynnast þjóðlögum og sögum frá Íslandi og öðrum löndum í gegnum leik, spuna og tónlistarvinnu með leiðbeinendum. Saman munu krakkarnir undirbúa atriði og koma fram á lokatónleikum Sönghátíðar. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar.

Mánudag 9. júlí – fimmtudag 12. júlí, kl. 13:00-16:00
og föstudag 13. júlí, kl. 09:00-12:00
Laugardag 14. júlí, mæting kl. 16:00 fyrir tónleika kl. 17:00

Námskeiðsgjald 17.000 kr.
Innifaldir eru tveir miðar (að andvirði 3.000 kr. hvor, samtals 6.000 kr.) á tónleika á Sönghátíð í Hafnarborg laugardaginn 14. júlí kl. 17:00, þar sem börnin koma fram.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn og kennitölu barns, nöfn foreldra eða forráðamanna, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um skráningu í síma 585 5790.

 

Kennarar

Kennarar eru Ingibjörg Fríða Sigurðardóttir, söngkona, og Sigurður Ingi Einarsson, trommuleikari.
Þau eru bæði starfandi tónlistarmenn og hrærast í ýmsum tónlistarstílum – klassík, jazz, poppi, rokki og þjóðlagatónlist. Þau hafa bæði lokið burtfararprófi við jazz-, popp- og rokkdeild FÍH og bakkalárgráðu í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands þar sem megináhersla þeirra beggja var frjáls spuni. Þau hafa bæði verið virk í tónlistarkennslu og skapandi tónlistarsmiðjum með börnum, unglingum sem og fullorðnum.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á www.songhatid.is.