Safnverslun Hafnarborgar

Í safnverslun Hafnarborgar er að finna íslenskar hönnunarvörur sem hafa verið sérvaldar út frá gæðum og efni þar sem náttúruleg efni og handverk fær að njóta sín. Listræn gjafavara, borðbúnaður, skartgripir, skrautmunir og fylgihlutir eru meðal þess sem finna má í versluninni.

Í safnversluninni er einnig  boðið upp á úrval bóka og sýningarskráa sem tengjast sýningum safnsins. Eins selur Hafnarborg vönduð og falleg kort með listaverkum úr safneign.

Safnverslunin er opin á opnunartíma Hafnarborgar, alla daga nema þriðjudaga, frá klukkan 12 – 17.