safnbud-featureimage

Safnbúð Hafnarborgar

Í safnverslun Hafnarborgar er að finna íslenskar hönnunarvörur sem hafa verið sérvaldar út frá fagurfræði, gæðum og efni þar sem náttúruleg efni og handverk fær að njóta sín. Listræn gjafavara, borðbúnaður, skartgripir, skrautmunir og fylgihlutir eru meðal þess sem finna má í versluninni.

bud-1

Meðal hönnuða og listamanna sem eiga vörur í versluninni eru Hanna Dís Whitehead, Katariina Guthwert, Habby Osk, Helicopter, Reykjavik Traiding company, Marý Marý, Thing and Things og Þórdís Baldursdóttir.

bud-3
bud-2

Safnverslunin býður einnig upp á úrval bóka og sýningarskráa sem tengjast sýningum safnsins. Þar að auki selur Hafnarborg vönduð og falleg kort og plaköt sem skarta listaverkum úr safneign.

bud-4

Safnverslunin er opin á opnunartíma Hafnarborgar, alla daga nema þriðjudaga, frá klukkan 12 – 17.