Funi-Bára-Grímsdóttir-and-Chris-Foster-1

Námskeið í íslenskum þjóðlagasöng

Á námskeiðinu Syngjum og kveðum saman verða sungnar og kveðnar stemmur, tvísöngslög og fleiri íslensk þjóðlög. Einnig verður hlustað á frumupptökur af lögum og horft á brot úr kvikmyndum en fyrst og fremst mikið sungið. Kenndar verða m.a. stemmur úr Segulböndum Iðunnar, nýrri bók með 160 lagboðum sem Kvæðamannafélagið Iðunn gaf út í maí síðastliðnum. Öll lögin verða kennd eftir heyrn og fólki er velkomið að hljóðrita. Einnig verða lögin til á nótum fyrir þá sem vilja. Námskeiðið fer fram í Apótekssal Hafnarborgar og er opið öllum. Kennarar eru Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

Föstudag 13. júlí, kl. 17–19.

Námskeiðsgjald (2 klst.) er 5.000 kr.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.