_MG_9312-Edit

Master class með Kristni Sigmundssyni

Kristinn Sigmundsson kennir námskeið fyrir söngvara á miðstigi, framhaldsstigi eða í framhaldsnámi og unga atvinnusöngvara. Píanóleikari námskeiðsins er Matthildur Anna Gísladóttir. Fimmtudaginn 12. júlí kl. 20 koma virkir þátttakendur á master class námskeiðinu fram á opinberum tónleikum á Sönghátíð í Hafnarborg, ásamt píanóleikaranum Matthildi Önnu Gísladóttur. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og fá þátttakendur eintak af upptökunni. Námskeiðið fer fram í aðalsal Hafnarborgar.

Mánudag 9. júlí–fimmtudag 12. júlí, kl. 9:30–16:30

Vinsamlegast athugið að fullt er á námskeiðið fyrir virka þátttakendur en hægt er að fylgjast með sem hlustandi.

Námskeiðsgjald fyrir hlustendur er 3.000 kr. á dag eða 6.000 kr. alla fjóra dagana.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fyrir hlustendur fer fram í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Vinsamlegast látið upplýsingar um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang fylgja umsókninni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Sönghátíðar í Hafnarborg. Til að fá aðstoð við skráningu, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða í gegnum netfangið info@songhatid.com.

Listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.