bogagluggar-featureimage

Lokað vegna framkvæmda

Hafnarborg verður lokuð frá mánudeginum 7. janúar til laugardagsins 26. janúar vegna framkvæmda við sýningarsali og uppsetningar nýrra sýninga.

Krydd veitingahús er þó að sjálfsögðu á sínum stað á jarðhæð Hafnarborgar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og tekið verður vel á móti ykkur.

Á tímabilinu verður einnig hægt að leigja salinn Apótekið á jarðhæð Hafnarborgar, eins og venjulega, fyrir fundi, fyrirlestra eða móttökur.

Næstu sýningar, Hljóðön – sýning tónlistar, í sýningarstjórn Þráins Hjálmarssonar, og Umrót, með verkum Mörtu Maríu Jónsdóttur, munu svo opna í Hafnarborg laugardaginn 26. janúar.

Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í breytta og bætta Hafnarborg.